Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Lok ársins 2017

Eftir að hafa haldið mig fjarri þessum vettvangi lengi ákvað ég að skoða færslurnar, fækkaði þeim niður í þrjár og henti úr öllum vinum. Svo sjáum við hvað gerist frekar... ef einhver slysast til að líta hér inn. 7


Markaðurinn: Today's Stock Market Report

Datt í hug að setja þetta hér inn til yndisauka í tilefni af fréttaflutningi síðustu daga. Það er erfitt að þýða þetta yfir á íslensku...  

Helium was up.
Feathers were down.
Paper was stationary.
Fluorescent tubing was dimmed in light trading.
Knives were up sharply.
Cows steered into a bull market.
Pencils lost a few points.
Hiking equipment was trailing.
Elevators rose, while escalators continued their slow decline.
Weights were up in heavy trading.
Light switches were off.
Mining equipment hit rock bottom.
Diapers remained unchanged.
Shipping lines stayed at an even keel.
The market for raisins dried up.
Coca Cola fizzled.
Caterpillar stock inched up a bit.
Sun peaked at midday.
Balloon prices were inflated.
Scott Tissue touched a new bottom.
And batteries exploded in an attempt to recharge the market.

(ArcaMax.com)


Kvenspæjarastofa númer eitt

Þökk sem eigendum Sýnar nafnbreyttu sem seldu áskriftina að heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu svo dýrt árið 2006 að við keyptum okkur gervihnattadisk og notum enn. Varð það til þess að ég sá i gær kvikmynd á BBC 2 með ofangreindu nafni og eftir bók með sama nafni. Fyrir nokkru sá ég líka brot úr viðtali við höfundinn, Alexander McCall Smith, sem þykir hafa náð að skilja vel aðstæður og hugarheim kvenna í Afríku.
Myndin gerist í Botsvana og margt var dæmigert fyrir álfuna, s.s. landslagið, húmorinn, framkoma fólks, en einnig vald töfra í samfélaginu og hvernig það var samofið spillingunni. Ádeilan og eymdin sem þessu fylgir kom vel fram. 
Biblían var sjálfsagður hluti af lífi spæjarans, Mma Romotswe, hörkukvendi sem bauð öllu byrginn. Leikararnir voru misgóðir og sumir ýktir en það var túlega hluti af skopskyni myndarinnar og gerði hana trúverðugri sem breska afróafurð. Þegar upp var staðið var þetta falleg saga um dreng sem var stolið og fanst fyrir tilverknað spæjarans.
Bókina á ég eftir að lesa og til stendur að gera þáttaröð eftir bókunum um Mma Romotswe. En trúlega ratar þetta ekki í íslenskt sjónvarp, bresk þáttaröð sem gerist í Botsvana. 

 


Höfundur

Ragnar Gunnarsson
Ragnar Gunnarsson

skrifar hér um eitt og annað.

www.bjarmi.is
www.sik.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Lesefni, þykkt og þunnt

Hér getur vel verið að ég tjái mig um bækur og greinar sem ég les eða kynnist með einhverjum hætti.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband